Sundlaugin í Hveragerði lokar

Vegna viðhalds verður sundlaugin Laugarskarði, Hveragerði, lokuð frá 16. – 28. júlí.

Unnið hefur verið að viðhaldsframkvæmdum undanfarið á efri hæð sundlaugarhússins og gengur sú vinna vel. Næsta mánudag, 16. júlí, þarf að skrúfa fyrir vatnið vegna vinnu við pípulagnir og þarf því að loka lauginni á meðan. Búist er við að laugin verði lokuð í um 10 daga. Vonandi verður nokkurra daga þurrkur til að mála útisvæðið og þrífa laugarkerið.