Aqua Zumba í Suðurbæjarlaug

Laugardaginn 12 maí kl 13 verða Síkátu Zúmbínurnar með Aqua Zumba í Suðurbæjarlaug. Aqua Zumba hefur verið í boði í Sundhöll Hafnarfjarðar í vetur en núna verður þetta í Suðurbæjarlaug þennan eina laugardag.

Aqua Zumba er þjálfun í vatni þar sem dillandi mjaðmir og vatnsþjálfun sameinast í góðu brennslupartýi eins og kemur fram í Facebook viðburði þar sem þetta er auglýst.

Að þessu sinni verður Eurovision þema og eru allir hvattir til að mæta og dansa sig saman í Eurovision gírinn. Viðburðurinn er frír en greiða þarf aðgangseyri að sundlauginni.