Endurbætur á sundlauginni á Dalvík

Nú standa yfir miklar endurbætur á sundlauginni á Dalvík. Þar er verið að endurnýja mikið af búnaði og bæta upplifun gestsins á ýmsan hátt.

Á meðal þess sem er verið að endurnýja er klórbúnaðurinn og mun nýr búnaður gera þeim kleift að framleiða klór úr salti á staðnum sem er mun heilsusamlegra fyrir notendur sem og starfsfólk.

Það sem verður helst sjáanlegt þegar endurbótum lýkur eru eftirtalin atriði.

  • Litla rennibrautin og sveppurinn verða endurnýjuð eða lagað.
  • Öll flísalögn verður endurnýjuð.
  • Bláa Lónið sem er staðsett á milli heitu pottana verður einangrað og fær sjálfstætt stýrikerfi. Nýtt stýrikerfi hefur það í för með sér að hægt er að hafa hitastigið nokkrum gráðum heitara en verið hefur.
  • Vaðlaugar verða einangraðar frá vatni sundlaugarinnar og verður því hægt að hafa vatnið í vaðlaugunum mun heitara en hingað til.
  • Pottar verða endurnýjaðir og stækkaðir.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 19. júlí.

Áhugasömum er bent á að bæta við Dalvíkurbæ á snapchat en þar er hægt að fylgjast með framkvæmdunum.  Notendanafnið er dalvikurbyggd.