Laugarvatn Fontana
- Hverabraut 1, 840 Laugarvatn
Laugarvatn Fontana er heilsulind sem nýtir jarðhitann á Laugarvatni. Þar er gufubað, sauna, laugar og svo aðgangur í Laugarvatnið sjálft.
Gufan er byggð yfir náttúrulegum hver en rimlagólfið hleypir gufu hversins beint inní gufuklefana. Hitastigið er þannig breytilegt eftir náttúrulegum kringumstæðum en frá 40°C til 50°C.
Saunan er sánabað að finnskri fyrirmynd. Þar er hitastigið á bilinu 80°C – 90°C en rakastigið er lægra en í gufubaðinu.
Laugarnar eru fjölbreytilegar og mismunandi heitar. Þar eru svæði til slökunar og hvíldar. Í suðurenda lauganna er svo heitur pottur.
Hægt er að ganga frá laugunum út á bryggju og vaða svo þaðan út í frískandi vatnið. Í vatninu eru heitar uppsprettur sem gerir það hlýrra við ströndina og kólnar svo þegar farið er lengra út í vatnið.
Afgreiðslutími
Opnunartími
Vetraropnun 2020:
- Mánudaga til fimmtudaga: Lokað
- Föstudaga til sunnudaga: 12:00 – 21:00
Myndir
Gjaldskrá - Frekari upplýsingar
Stakir miðar | Árskort | ||
---|---|---|---|
Börn, 0 - 12 ára | Frítt með fullorðnum* | ||
Unglingar, 13 - 16 ára | 1.500 kr** | ||
Fullorðnir, 17 ára og eldri | 2.500 kr** | 24.500 kr | |
Eldri borgarar / Öryrkjar | 1.500 kr** | ||
Baðsloppur | Handklæði | Sundföt | |
Leiga | 1.500 kr | 800 kr | 800 kr |
* mest 2 börn á hvern fullorðinn. | |||
** Vetrartilboð |