Sundlauganótt er hluti af Vetrarhátíð sem er haldin hátíðleg á höfuðborgarsvæðinu. Sundlauganótt verður haldin sunnudaginn 9. febrúar og taka alls 12 sundlaugar þátt. Laugarnar verða opnar frá kl. 17:00 – 22:00 og er aðgangur ókeypis.
Ýmsar uppákomur verða og munu gestir lauganna upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri en ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi og gestir hvattir til að slaka á og njóta stundarinnar.
Eftirfarandi sundlaugar taka þátt í sundlauganótt:
- Laugardalslaug
- Vesturbæjarlaug
- Sundhöll Reykjavíkur
- Breiðholtslaug
- Klébergslaug
- Grafarvogslaug
- Árbæjarlaug
- Sundlaug Kópavogs
- Lágafellslaug
- Seltjarnarneslaug
- Álftaneslaug
- Ásvallalaug
Hægt er að lesa meira um dagskrá hátíðarinnar hérna.