Opnunartímar um páska 2024

Sundlauganótt

Deildu færslunni

Sundlauganótt er hluti af Vetrarhátíð sem er haldin hátíðleg á höfuðborgarsvæðinu.  Sundlauganótt verður haldin sunnudaginn 9. febrúar og taka alls 12 sundlaugar þátt.  Laugarnar verða opnar frá kl. 17:00 – 22:00 og er aðgangur ókeypis.

Ýmsar uppákomur verða og munu gestir lauganna upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri en ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi og gestir hvattir til að slaka á og njóta stundarinnar.

Eftirfarandi sundlaugar taka þátt í sundlauganótt:

  • Laugardalslaug
  • Vesturbæjarlaug
  • Sundhöll Reykjavíkur
  • Breiðholtslaug
  • Klébergslaug
  • Grafarvogslaug
  • Árbæjarlaug
  • Sundlaug Kópavogs
  • Lágafellslaug
  • Seltjarnarneslaug
  • Álftaneslaug
  • Ásvallalaug

Hægt er að lesa meira um dagskrá hátíðarinnar hérna.

Fleira til að skoða

Opnunartími Jólin 2017

Hér að neðan má sjá lista yfir opnunartímann jólahátíðina 2017 Landshluti Sundstaður 23.des 24.des 25.des 26.des 31.des 1.jan Þorláksmessa Aðf.dagur Jóladagur 2. í jólum Gamlársdagur