Opnunartími sundstaða vegna Covid 19

Fjöldatakmarkanir tóku aftur gildi í lok júlí og hefur það áhrif á sundstaði að því leyti að í sumar laugar þarf að takmarka fjölda gesta.

Fjöldatakmörk eru í gangi á sundstöðum og fer fjöldinn eftir rekstrarleyfi viðkomandi sundstaðar og er þeim heimilt að hafa 50% af þeim fjölda sem rekstrarleyfi þeirra segir til um ásamt því að hafa 2ja metra regluna.

Allir gestir eru beðnir um að virða fjarlægðartakmörk og sýna tillitsemi.

Uppfært 6. október 2020

Frá og með 7. október verða sundstaðir á höfuðborgarsvæðinu lokaðir.

Uppfært 5. október 2020

Frá og með deginum í dag er sundstöðum heimilt að hafa allt að 50% af þeim fjölda gesta sem rekstrarleyfi þeirra segir til um.  Fjarlægðarreglan er áfram 1 meter.  Sem dæmi þá munu 350 manns mega fara ofaní Laugardalslaug, 115 í Vesturbæjarlaug og 120 í Sundhöll Reykjavíkur.  Svo eru það auðvitað mun færri í minni laugar.  Allar líkamsræktarstöðvar eru lokaðar.

Uppfært 7. september 2020

Frá og með deginum í dag er sundstöðum heimilt að hafa allt að 75% af þeim fjölda gesta sem rekstrarleyfi þeirra segir til um auk þess sem fjarlægðarreglan hefur breyst úr 2 metrum í 1 meter.