Opnunartími sundstaða vegna Covid 19

Öllum sundstöðum og íþróttahúsum er lokað á meðan á núverandi samkomubanni stendur. Núverandi samkomubann stendur frá og með 24 mars og í fjórar vikur og lýkur því 12 apríl ef ekki kemur til endurskoðunar á því.

Uppfært 3. apríl 2020

Samkomubannið hefur verið framlengt til 4 maí 2020.

Uppfært 14. apríl 2020

Sundlaugum verða lokaðar áfram eftir 4. maí.  Ekki víst hve lengi en þessi ákvörðun verður endurskoðuð líklega um miðjan maí.

Uppfært 4. maí 2020

Stefnt er á að opna sundlaugar aftur 18. maí. Það gætu þó verið einhver takmörk á þjónustunni sem verður í boði. Nánar útlistað síðar.

Uppfært 15. maí 2020

Sundlaugar hafa heimild til að opna aftur 18 maí og munu sundlaugarnar í Reykjavík opna strax kl 00:01 eftir miðnætti.  Fjöldi gesta verður takmarkaður fyrst um sinn og mega aldrei vera fleiri en sem nemur helmingi hámarksfjölda skv rekstrarleyfi en þó eru börn fædd árið 2015 og síðar undanþegin.

Tveggja metra nálægðarmörkin gilda ekki en þó er mælst til að fólk taki mið af þeim eins og kostur er.

Uppfært 15. júní 2020

Sundlaugar mega núna vera með venjulegan fjölda gesta skv rekstrarleyfi.