Opnunartími sundstaða vegna Covid 19

Hér að neðan má sjá upplýsingar um áhrif sem aðgerðir vegna Covid 19 hefur á opnunartíma sundstaða.

Uppfært 30. október 2020

Frá og með 31. október verða sundstaðir um allt land lokaðir.

Uppfært 6. október 2020

Frá og með 7. október verða sundstaðir á höfuðborgarsvæðinu lokaðir.  Fjöldatakmörk eru í gangi á öðrum sundstöðum og fer fjöldinn eftir rekstrarleyfi viðkomandi sundstaðar og er þeim heimilt að hafa 50% af þeim fjölda sem rekstrarleyfi þeirra segir til um ásamt því að hafa 2ja metra regluna.

Uppfært 5. október 2020

Frá og með deginum í dag er sundstöðum heimilt að hafa allt að 50% af þeim fjölda gesta sem rekstrarleyfi þeirra segir til um.  Fjarlægðarreglan er áfram 1 meter.  Sem dæmi þá munu 350 manns mega fara ofaní Laugardalslaug, 115 í Vesturbæjarlaug og 120 í Sundhöll Reykjavíkur.  Svo eru það auðvitað mun færri í minni laugar.  Allar líkamsræktarstöðvar eru lokaðar.

Uppfært 7. september 2020

Frá og með deginum í dag er sundstöðum heimilt að hafa allt að 75% af þeim fjölda gesta sem rekstrarleyfi þeirra segir til um auk þess sem fjarlægðarreglan hefur breyst úr 2 metrum í 1 meter.