Páskaopnun í Hafnarfirði

Suðurbæjarlaug var í fyrsta skiptið opin á föstudaginn langa. Sú opnun heppnaðist mjög vel og þegar starfsmaður sundlauga.is var á ferðinni var þétt setið í heitu pottunum og barnalauginni.  Margir nýttu svo tækifæri og syntu nokkrar ferðir. Innilaugin var einnig mjög vinsæl hjá yngri kynslóðinni ásamt rennibrautunum. Veðrið var mjög gott þó svo hann blési aðeins köldu.

Á páskadag verður svo Ásvallalaug opin frá 08 til 17 en Suðurbæjarlaug verður lokuð þann dag.