Opnunartímar um páska 2024

Vopnafjörður – Selárdalur

Sundlaugin er 3,5 km frá þjóðvegi 85 á leið til Bakkafjarðar, 12 km frá Vopnafjarðarkauptúni. Laugin stendur á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda laugin rómuð fyrir umhverfi sitt. Rétt við sundlaugina er uppspretta með heitu vatni og var vatn úr þeirri uppsprettu notað til margra ára í sundlaugina. Í dag er uppsprettuvatnið nýtt til að hita upp vatnið í sundlauginni.

Við laugina er einnig kaldur pottur.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott við Selárlaug. Þar er nestisaðstaða og stór sólpallur ásamt rúmgóðum heitum potti og barnalaug.

Sundkennsla fer fram í sundlauginni að hausti og vori.

Afgreiðslutími

Sumaropnun 1. júní til 31. ágúst

  • Mánudaga – föstudaga kl. 10:00 – 22:00
  • Laugar- og sunnudaga kl. 10:00 – 18:00

Vetraropnun, 1. september til 31. maí

  • Mánudaga – föstudaga:  14:00 – 19:00
  • Laugardaga og sunnudaga:  12:00 – 16:00

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Staðsetning