Opnunartímar um páska 2024

Search
Close this search box.

Sundlaug Akureyrar

Sundlaug

Sundlaug Akureyrar er vatnaparadís á heimsmælikvarða fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær 25m útisundlaugar, fimm heita potta, þar af einn nuddpott, sólbaðssvæði, vaðlaug, eimbað, kalt ker og þrjár rennibrautir, þar á meðal lengstu vatnsrennibraut á Íslandi. Í stærri rennibrautirnar gildir 8 ára aldurstakmark.
Sundlaug Akureyrar nýtur mikilla vinsælda hjá heimamönnum og ferðamönnum.

Í öllum klefum eru læstir skápar og í boði eru bæði inni- og útiklefar, í inniklefum eru tölvulæstir skápar með númerakerfi og í útiklefum eru munaskápar með sams konar kerfi. Athugið að korthafar World Class fá frítt í sund aðeins þegar þeir nota búningsklefa World Class.

Öllum gestum er gert að þvo sér án sundfata áður en gengið er til laugar.

Aðgengi fyrir alla
Í Sundlaug Akureyrar er í boði einstaklingsklefi á 2. hæð byggingarinnar. Einstaklingsklefinn er aðgengilegur fyrir fatlaða og lyfta er á milli hæða. Í klefanum eru læstir skápar, hreyfanlegur bekkur og handsturta með stuðningshandfangi. Stuðningshandföng eru einnig við klósett.
Einstaklingsklefinn er opinn öllum sem um hann biðja.
Stólalyfta er í boði fyrir innilaug, báðar útilaugar og stóran heitan pott sem er 38°C.

Skoðaðu hvað er fleira hægt að gera á Akureyri

Tjaldsvæði í nágrenninu

Hamrar

Afgreiðslutími

Vetraropnun, 24. ágúst  til 31. maí

  • Mánudaga – föstudaga:  06:45 – 21:00
  • Laugardaga:  09:00 – 19:00
  • Sunnudaga:  09:00 – 19:00

Sumaropnun 1. júní til 23. ágúst

  • Mánudaga – föstudaga:  06:45 – 21:00
  • Laugardaga:  08:00 – 21:00
  • Sunnudaga:  08:00 – 19:30

Afgreiðslutími um páska

  • Pálmasunnudagur  09:00 – 19:00
  • Skírdagur  09:00 – 20:00
  • Föstudagurinn Langi  09:00 – 20:00
  • Laugardagur fyrir Páska  09:00 – 20:00
  • Páskadagur  09:00 – 20:00
  • Annar í Páskum  09:00 – 19:00

Aðrir hátíðisdagar

  • Sumardagurinn fyrsti  09:00 – 19:00
  • 1. maí  Baráttudagur verkalýðsins  Lokað
  • Uppstigningardagur  09:00 – 19:00
  • Hvítasunnudagur  09:00 – 19:00
  • Annar í Hvítasunnu  09:00 – 19:00
  • 17. júní  Þjóðhátíðardagurinn  Lokað
  • Frídagur Verslunarmanna  08:00 – 19:30

Jól og áramót

  • 23. des  Þorláksmessa  06:45 – 18:00
  • 24. des  Aðfangadagur Jóla 06:45 – 12:00
  • 25. des  Jóladagur  Lokað
  • 26. des  Annar í Jólum  11:00 – 19:00
  • 31. des  Gamlársdagur 06:45 – 12:00
  • 1. jan  Nýársdagur  Lokað

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Öryrkjar fá frítt í sund gegn framvísun gilds örorkuskírteinis.
Börn byrja á greiða 1. Júní árið sem þau verða 6 ára.
Rafrænt handhafakort fæst endurgreitt þegar því er skilað.
Árskort keypt í Sundlaug Akureyrar gilda líka í Glerárlaug, Sundlaugina í Hrísey og Sundlaugina í Grímsey. Rafræn skiptakort gilda bara í Sundlaug Akureyrar.

2024Stakt gjald10 miðar30 miðar3 mánaða kort6 mánaða kortÁrskort
Börn, 0 - 5 ára0 kr
Börn, 6 - 17 ára300 kr2.100 kr3.200 kr
Fullorðnir1.300 kr6.600 kr16.800 kr17.100 kr28.900 kr42.800 kr
Aldraðir330 kr6.900 kr
ÖryrkjarFrítt
SundfötHandklæðiHandklæði og sundföt
Leiga950 kr950 kr1.750 kr
Sundföt, handklæði og sund2.500 kr
Útgáfa á rafrænu handhafakorti1.200 kr
Árskort skóla19.900 kr
Sund og skíðakort (gildir til 31.10)76.740 kr

Staðsetning