Stefánslaug, Neskaupsstað
- Miðstræti 15, 740 Neskaupstaður

Stefánslaug í Neskaupstað er nefnd eftir Stefáni Þorleifssyni, sund – og íþróttakennara sem átti frumkvæði að byggingu laugarinnar. Sundlaugin er útisundlaug með tveimur stórum rennibrautum, heitum útipottum og gufubaði. Laugin er staðsett á sólríkum stað í hlíðum Neskaupstaðar en þaðan er skemmtileg fjallasýn út fjörðinn.
Afgreiðslutími
Sumaropnun 1. júní til 31. ágúst
- Mánudaga – föstudaga kl. 07:00 – 20:00
- Laugar – og sunnudaga kl. 10:00 – 18:00
Vetraropnun, 1. september til 31. maí
- Mánudaga – fimmtudaga: 07:00 – 20:00
- Föstudaga: 07:00 – 18:00
- Laugardaga: 11:00 – 18:00
- Sunnudaga: 13:00-18:00
Myndir
Gjaldskrá - Frekari upplýsingar
Öryrkjar sem framvísa örorkukorti frá TR fá frítt í sund.
Börn með lögheimili í Fjarðabyggð, fá frítt í sund gegn framvísun Fjarðabyggðarkorts
Eldri borgarar, með lögheimili í Fjarðabyggð, fá frítt í sund gegn framvísun Fjarðabyggðarkorts
2023 | Stakt gjald | 10 skipti | 3ja mánaða kort | 6 mánaða kort | Árskort |
---|---|---|---|---|---|
Börn | 275 kr | 1.650 kr | 5.950 kr | 8.550 kr | 14.600 kr |
Fullorðnir | 1.050 kr | 6.300 kr | 15.850 kr | 26.400 kr | 42.300 kr |
Sundföt og handklæði | 650 kr pr stk |