ATH! Upplýsingar vegna COVID-19

Afgreiðslutími

Sumaropnun 20. maí til 30. september

  • Mánudaga – föstudaga kl. 10:00 – 22:00
  • Laugar- og sunnudaga kl. 10:00 – 22:00

Vetraropnun, 1. október til 20. maí

  • Mánudaga:  Lokað
  • Þriðjudaga – föstudaga:  14:00 – 19:00
  • Laugardaga og sunnudaga:  12:00 – 16:00

Gjaldskrá - Verð

Gildir 2019Stakt gjald10 miðar1/2 árs kortÁrskort*
Fullorðnir, 16 - 66 ára900 kr7.000 kr19.000 kr*29.000 kr
Börn, 0 - 16 áraFrítt
Eldri borgarar, 67 ára +350 kr2.000 kr12.000 kr
ÖryrkjarFrítt

*Árskort og hálfsárskort gilda aðeins fyrir þann aðila sem kortið er gefið út á.
*Gildistími árskort og hálfsárskorta er samkvæmt útgefinni dagsetningu og tekur ekki breytingum þrátt fyrir breytingar á opnunartíma sundlaugar eða breytingar á högum korthafa.

Myndir

Um sundlaugina

Sundlaugin er 3,5 km frá þjóðvegi 85 á leið til Bakkafjarðar, 12 km frá Vopnafjarðarkauptúni. Laugin stendur á bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda laugin rómuð fyrir umhverfi sitt. Rétt við sundlaugina er uppspretta með heitu vatni og var vatn úr þeirri uppsprettu notað til margra ára í sundlaugina. Í dag er uppsprettuvatnið nýtt til að hita upp vatnið í sundlauginni.

Við laugina er einnig kaldur pottur.

Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott við Selárlaug. Þar er nestisaðstaða og stór sólpallur ásamt rúmgóðum heitum potti og barnalaug.

Sundkennsla fer fram í sundlauginni að hausti og vori.