Vestmannaeyjar
Brimhólalaut, Vestmannaeyjum
[gallery_bank type=“images“ format=“masonry“ title=“true“ desc=“false“ responsive=“true“ display=“all“ sort_by=“random“ animation_effect=“bounce“ album_title=“false“ album_id=“24″]
Afgreiðslutími
Sumaropnun, 1 júní – 31 ágúst
- Virkir dagar: 06:15 – 21:00
- Helgar: 09:00 – 18:00
Gjaldskrá - Verð
2020 | Stakt gjald | 10 miðar | 30 miðar | 1/2 árskort | Árskort |
---|---|---|---|---|---|
Börn, 0 - 9 ára * | 0 kr | ||||
Börn, 10 - 17 ára | 200 kr | ||||
Fullorðnir | 950 kr | 4.200 kr | 9.100 kr | 16.000 kr | 18.200 kr |
Sundföt | Handklæði | ||||
Leiga | 950 kr | 950 kr | |||
40 mín stakur | Klst stakur | 40 mín reglulega ** | |||
Leiga á sundlaug | 6.400 kr | 9.400 kr | 4.950 kr |
* Frítt er í sund fyrir öll börn að 10 ára aldri. Greiðsla miðast við 1. júní árið sem þau verða 10 ára.
** Stakur tími ef leigt er vikulega í amk fjóra mánuði í senn.
- Börn á aldrinum 0-10 ára fá ekki aðgang að laug nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Öll börn sem verða 10 ára á árinu mega fara án fylgdar frá 1. júní. Viðkomandi má ekki hafa með sér fleiri en tvö börn nema um sé að ræða foreldri eða forsjáraðila (skv. lögum) viðkomandi barna.
- Börn yngri en 10 ára sem þurfa fylgd með syndum einstaklingum 15 ára eða eldri fá frítt í sund. Þau sem verða 10 ára á árinu fá því frítt til 1. júní.
- Börn búsett í Vestmannaeyjum fá frítt í sund að 18 ára aldri. Miðað við 1. janúar á því almanaksári sem viðkomandi verður 18 ára.
- Einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum sem eru 67 ára og eldri og öryrkjar gegn framvísun korts frá TR fá frítt í sund.
Myndir
[gallery_bank type=“images“ format=“masonry“ title=“true“ desc=“false“ responsive=“true“ display=“all“ sort_by=“random“ animation_effect=“bounce“ album_title=“false“ album_id=“24″]
Um sundlaugina
Sundlaugin í Vestmannaeyjum var vígð þann 10. júlí 1976. Þann 17. nóvember 2008 var svo tekin skóflustunga að nýju útisvæði við sundlaugina. Vorið 2010 fór fram vígsluathöfn á útisvæðinu og þykir svæðið eitt það glæsilegasta á landinu.
Innisundlaugin er 25m x 11m með 0,9% söltu vatni. Þar er 1 metra stökkbretti, flotleiktæki og ýmis önnur leiktæki.
Á útisvæðinu eru tveir heitir pottar og einn stór nuddpottur. Í nuddpottinum eiga gestir auðvelt með að fylgjast með börnum sínum að leik hvar sem er á svæðinu. Einnig er stór leiklaug með klifurvegg, körfum, barnarennibraut og svæði fyrir þau yngstu. Rúsínan í pylsuendanum eru tvær rúmlega 20 metra langar rennibrautir en önnur þeirra er að hálfu trambólín sem menn skjótast á áður en þeir lenda í stórri laug. Á útisvæðinu er einnig stór sólpallur. Allt svæðið er vaktað með 12 öryggismyndavélum.
Um helgar er sundlaugarhiti hækkaður úr 29,5°c í 31,5°c sem fellur vel í kramið hjá fjölskyldufólki og ungabörnum.