Sundlaugin Laugaskarði
- Laugaskarði, 810 Hveragerði
Sundlaug
Sundlaugin var byggð í sjálfboðavinnu fyrst var vatni hleypt í hana í júnímánuði árið 1938. Ungmennafélag Ölfushrepps beitti sér hvað mest fyrir byggingu laugarinnar og lögðu félagmenn fram mikla vinnu í verkið. Lárus Rist sundkappi flutti til Hveragerðis árið 1936. Hann var mikill liðsauki og tók forystu við uppbyggingu laugarinnar og réði meðal annars um staðarvalið. Um tíma var laugin stærsta sundlaug landsins, íslenska landsliðið í sundi æfði í lauginni allt til ársins 1966 þegar Laugardalslaugin í Reykjavík kom til sögunnar.
Upphaflega var laugin aðeins 25 metrar en er nú 50 metra löng og 12 metra breið. Laugin er svokölluð gegnumrennslislaug og er hituð upp með jarðgufu sem tryggir eðlilegt sýrustig og hreinleika vatnsins. Við laugina eru 2 heitir pottar/setlaug annar með rafmagnsnuddi. Svo er að finna þarna náttúrulegt gufubað. Laugin er í fallegu umhverfi og góðu skjóli. Alltaf er gæslumaður á vakt á útisvæði, einnig myndavélakerfi þar sem hægt er að fylgjast með og tryggja öryggi sundgesta.
Hveragerðisbær annast rekstur og viðhald sundlaugarinnar
Tjaldsvæði í nágrenninu
Afgreiðslutími
Vetraropnun, 15. sept til 14. maí
- Mánudaga til föstudaga: 06:45- 20:30
- Laugar – og sunnudaga: 10:00-17:30
Sumaropnun 15. maí til 14. sept
- Mánudaga – föstudaga: 06:45- 21:30
- Laugar- og sunnudaga: 09:00 – 19:00
Frídagar:
- Sumardagurinn fyrsti, 20. apríl: 10:00 – 17:30
- Verkalýðsdagurinn, 1. maí: 10:00 – 17:30
- Uppstigningardagur, 9. maí: 10:00 – 17:30
- Laugardagur, 18. maí: 09:00 – 19:00
- Hvítasunnudagur, 19. maí: 09:00 – 19:00
- 2. í Hvítasunnu, 20 maí: 09:00 – 19:00
- Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní: 09:00 – 19:00
- Frídagur verslunarmanna, 5 ágúst: 09:00 – 19:00
Myndir
Gjaldskrá - Frekari upplýsingar
- 67 ára og eldri fá frítt
- Börn og ungmenni undir 18 ára búsett í Hveragerði fá frítt.
2024 | Stakt gjald | 10 miðar | 30 miðar | 1/2 árskort | Árskort |
---|---|---|---|---|---|
Börn 0 - 5 ára | Frítt | ||||
Börn | 410 kr | 1.640 kr | |||
Fullorðnir | 1.180 kr | 5.280 kr | 10.660 kr | 20.510 kr | 36.310 kr |
Sundföt | Handklæði | ||||
Leiga | 970 kr | 770 kr | |||
Sund, sundföt og handklæði | 2.570 kr |