Sundlaug Bolungarvíkur - Musteri vatns og vellíðunar

Höfðastígur, 415 Bolungarvík

Afgreiðslutími

Opnunartími

Sumaropnun

  • Mánudaga – föstudaga:  07:00 – 22:00
  • Laugar- og sunnudaga:  10:00 – 18:00

Vetraropnun, frá 1. september

  • Mánudaga – föstudaga:  06:00 – 21:00
  • Laugar – og sunnudaga:  10:00 – 18:00

Gjaldskrá - Verð

Frá 01.01.2018Stakt gjald10 miðar30 miðar6 mánaða kortÁrskort
Börn, 0 - 6 ára 0 kr
Börn, 7 - 16 ára280 kr2.280 kr2.700 kr
Fullorðnir950 kr6.675 kr18.690 kr10.990 kr17.810 kr
Aldraðir og öryrkjar475 kr2.890 kr
SundfötHandklæði
Leiga670 kr670 kr

Myndir

Um sundlaugina

Í Íþróttamiðstöðinni Árbæ er inni sundlaug 8 x 16,66 m. Á útisvæði eru tveir heitir pottar annar 41°C heitur og hinn 39°C heitur með vatnsnuddi auk þess er á útisvæði vatnsrennibraut, kaldur pottur og rúmgóð vaðlaug með bunusvepp.
Í tengslum við sundlaug er afar notaleg baðstofa með Sauna og góðri hvíldaraðstöðu.  Í íþróttamiðstöðinni er 22 x 28 metrar íþróttasalur og rúmgóður þreksalur vel búin æfingartækjum.

Reglubundin starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar utan almenningstíma er þjónusta við íþróttakennslu Grunnskóla Bolungarvíkur, og þjónusta við öflugt íþróttastarf og æskulýðstarf Ungmennafélags Bolungarvíkur, sem skipuleggur reglubundna þjálfun í sundi, knattspyrnu, körfuknattleik og fl.

Þá hefur Íþróttamiðstöðin á undanförnum árum tekið virkan þátt í ýmiskonar atburðum sem bæjarbúar hafa staðið fyrir á sviði íþróttamála s.s íþrótta-hátíðum og íþróttakeppnum, kynningarstarfsemi og listviðburðum í tengslum við ýmsa viðburði í bæjarfélaginu.

Íþróttamiðstöðin Árbær er MUSTERI VATNS OG VELLÍÐUNAR