ATH! Upplýsingar vegna COVID-19

Afgreiðslutími

Afgreiðslutími

12. sept opnar laugin aftur eftir viðhaldsframkvæmdir.  Fjöldi sundlaugargesta verður takmarkaður við 45 manns til að byrja með og eingöngu verður útisvæði og útiklefar opnir fyrst um sinn.

  • Mánudaga – fimmtudaga:  06:30 – 22:00
  • Föstudaga:  06:30 – 20:00
  • Laugardaga:  08:00 – 18:00
  • Sunnudaga:  08:00 – 17:00

Gjaldskrá - Verð

Gildir 2020Stakt gjald10 miðar30 miðar6 mán kortÁrskort
Börn, 0 - 17 ára0 kr
Fullorðnir700 kr3.900 kr10.600 kr15.600 kr27.300 kr
Aldraðir og öryrkjar0 kr
Gufubað8304.700 kr18.700 kr32.700 kr
SundfötHandklæðiSundf. & handkl.
Leiga700 kr700 kr1.000 kr

Myndir

Um sundlaugina

Í Suðurbæjarlaug er 12,5 x 25 metra útisundlaug.   Innandyra er sérhönnuð kennslulaug sem einnig er góð barnalaug. Úti eru þrír heitir pottar, vatnsgufa, bunusveppur, tvær vatnsrennibrautir og tvö köld kör með mismunandi hitastigi.  Vinsæll göngustígur liggur um sundlaugargarðinn.    Sérstakir búningsklefar með gufubaði eru til staðar fyrir bæði kynin við hlið hefðbundinna búningsklefa.  Á útisvæði eru einnig búningsklefar undir berum himni.

Í kjallara Suðurbæjarlaugar er Gym Heilsa heilsuræktarstöð með aðstöðu. Í sundlauginni er hefðbundið skólasund, sundæfingar SH, ungbarnasundstímar, vatnsleikfimi og tímar í jóga. Í húsnæði laugarinnar starfar jafnframt nuddari.