Viðhaldsframkvæmdir í Hafnarfirði

Afgreiðslutími

Sumaropnun 1. maí til 30. september

  • Mánudaga – föstudaga:  06:30 – 22:00
  • Laugar- og sunnudaga:  08:00 – 20:00

Vetraropnun, 1. október til 30. apríl

  • Virka daga:  06:30 – 22:00
  • Laugar – og sunnudaga:  08:00-18:00

Ath! Reebok Fitness heilsuræktin er opin á sama tíma og sundlaugin.

Gjaldskrá - Verð

Gildir frá 01.01.2022Stakt gjald10 punkta kort30 punkta kort60 punkta kortÁrskort
Börn, 0 - 17 ára0 kr
Fullorðnir1.050 kr6.000 kr12.300 kr19.900 kr30.000 kr
Aldraðir og öryrkjar0 kr
SundfötHandklæði
Leiga600 kr600 kr

Punktakort er handhafakort.

Myndir

Um sundlaugina

Aðalsundlaugin er 25x15m að stærð og dýptin er frá 100 til 160 sm. Í sundlauginni eru 6 keppnisbrautir afmarkaðar með brautalínum. Oftast eru fjórar þeirra uppi, ætlaðar fyrir skólasund, sundiðkun almennings og sundæfinga. Á almenningstímum eru tvær brautir ætlaðar til leikja og sundiðkunar.

Iðulaugin er ein af aðalsmerkjum Versala laugarinnar. Þar er að finna vatns og loftnuddsstúta fyrir kálfa, mjóbak/mjaðmir og bak/herðar. Í pottinum eru einnig þrír legubekkir með heilnuddi með upphituðu lofti.

Innilaugin er 16,67x10m að stærð. Dýpt hennar er frá 0,75 – 0,90 sm. Hitstig laugarinnar er 33°- 34° og lofthitin í laugarsalnum er um 27°. Laugin er því tilvalin fyrir ungabörn og yngri sundgesti. Í laugarsalnum og í búningsklefum er að finna skiptiborð fyrir ungabörn.

Við líkjum rennibrautinni okkar við fljót. Hún hefur þá sérsstöðu að við efri enda hennar er lítil laug/hylir sem er 34° heitur. Úr hylnum rennur fljótið niður brautina og endar í straumfljóti, sem rennur í kringum eyju sem er í lendingarlauginni. Þannig berst notandinn aftur að tröppum sem lyggja upp úr fljótinu.

Í mannvirkinu er að finna tvo heita potta.
Potturinn sem er næst útgöngudyrunum er um 38°, en heitari potturinn er um 42°.

Í Vatnsorgelinu eru 40 vatnsstútar.
Vatnið sprautast upp um stútana með misjöfnum krafti og því ná bunurnar mishátt upp í loftið.