Opnunartímar um páska 2024

Kúalaug

Vefsíðan okkar

Við erum á Facebook

Kúalaug er ein af þrem laugum rétt hjá Haukadalskirkju, nálægt Geysi.  Hinar laugarnar, Matarlaug og Sokkalaug, eru ekki eins góðar þar sem að Matarlaug er of heit en Sokkalaug of köld.  Kúalaug er hins vegar rétt um 38 – 40°C og hentar því vel.

Kúalaug er í raun tvær laugar og er sú stærri með hlöðnum steinum í kring. Þar sem að þetta er náttúrulaug þá er auðvitað engin þjónusta og því ber að fara varlega. Bæði þarf að athuga hitastigið áður en farið er ofaní en auk þess getur gróður á kanti og ofaní lauginni orðið þess valdandi að það er sleipt.

Eins og alltaf þá ber að ganga vel um og taka allt rusl eftir sig.

Til að komast þangað er ekið framhjá Geysi, ekið svo inn veg F-333 í um 2 km.  Vegurinn verður ekki fjallavegur fyrir en seinna og því er þetta fært öllum bílum. Laugin er vinstra megin, rétt við veginn áður en komið er að kirkjunni.

Afgreiðslutími

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Staðsetning