Opnunartímar um páska 2024

Hrunalaug er náttúrulaug í Hrunamannahrepp, nálægt Flúðum.  Laugin er í einkaeigu og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá því að hún var byggð í kringum 1890.  Þrátt fyrir vinsældir laugarinnar þá býður hún uppá afslappandi dvöl og ógleymanlega heimsókn.

Hrunalaug er í raun þrjár laugar, Þvottalaug, Kindalaug og svo ferðamannalaug.  Þvottalaugin er elst og var ætluð fyrir heimilisþvott og þvott á heimilisfólki.  Kindalaugin var byggð um 1935 af Steindóri Eiríkssyni sem var afi núverandi eigenda. Á tveggja ára fresti þurfti að baða kindurnar til að draga úr líkum á sjúkdómum.  Það var hætt að nota laugina um 1980.

Ferðamannalaugin var búin til 2017 til að mæta þörfum ferðamanna sem vildu heimsækja Hrunalaug.

Afgreiðslutími

Sumaropnun, 15. maí – 30. september

  • Alla daga:  08:00 – 23:30

Vetraropnun, 1. október – 14. maí

  • Alla daga:  09:00 – 21:30

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Hver heimsókn er að hámarki 1 klst og 30 mín.

Það er takmörkuð aðstaða til að skipta um fötu.  Flestir velja að skipta um föt í bílnum sínu en laugin er aðeins 170 metra frá bílastæðinu.

2023
0 - 11 ára0 kr
12 - 16 ára1.000 kr
Fullorðnir1.500 kr

Staðsetning