Viðhaldsframkvæmdir í Hafnarfirði

Mánudaginn 27. júní hefjast viðhaldsframkvæmdir við Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug.  Í Ásvallalaug verður 50 metra laugin tæmd og unnið að flísaviðgerðum.  Áætla að þeim verði lokið um miðjan júlí.

Í Suðurbæjarlaug verða mun umfangsmeiri viðhalds – og nýframkvæmdir og því verður laugin alveg lokuð.  Stefnt er á að opna laugina aftur í þrepum um miðjan ágúst.

Vegna þessara lokana verður Sundhöll Hafnarfjarðar opin um helgar.  Opið verður laugardaga frá 08:00 – 18:00 og sunnudaga frá 08:00 – 20:00.