Sundhöll Reykjavíkur opnar eftir endurbætur

Sundhöll Reykjavíkur opnar aftur eftir nokkura mánaða lokun þann 3 desember nk. kl 15:00. Byggt hefur verið nýtt útisvæði sem er hluti af viðbyggingu við Sundhöllina. Nýr inngangur verður við Barónsstíg og er þar nýr afgreiðslusalur þaðan sem sést vel yfir laugarsvæðið.

 

Útisvæðið er með 25 metra laug, vaðlaug, tvo potta ásamt eimbaði. Þar eru einnig útiklefar og sturtur. Í viðbyggingunni er svo einnig nýr búningsklefi kvenna ásamt aðstöðu fyrir fatlaða. Öll aðstaðan er glæsileg en útisvæðið er umlukið byggingum og ætti því að vera mjög skjólgott þar.

Sundlaugar.is fóru í heimsókn og hér að neðan má sjá ljósmyndir af nýja svæðinu.