Það er vinsæl afþreying yfir hátíðarnar að skella sér í sund og slaka vel á í heita pottunum eða synda úr sér allt jólastressið. Sundstaðir víða um land eru opnir yfir hátíðarnar og hér að neðan má sjá opnunartíma sundstaðanna.
Flestir sundstaðir hafa lokað á jóladag og margir einnig á nýársdag. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sundlaugar.is hefur þá er Laugarvatn Fontana, Secret Lagoon á Flúðum og sundlaugin við hótel Laugarhól á Vestfjörðum með opið á jóladag. Á nýársdag eru það mun fleiri sem eru með opið en þar má nefna Laugardalslaug, nýja og glæsilega Sundhöll Reykjavíkur og Sundlaug Kópavogs á höfuðborgarsvæðinu. Á Suðurlandi eru það Laugarvatn Fontana og Secret Lagoon og á Vestfjörðum er það sundlaugin á Flateyri og við hótel Laugarhól. Á vesturlandi geta áhugasamir svo skellt sér í sund í Húsafelli.
Hérna má finna nánari upplýsingar um opnunartíma sundstaða.
Við hjá Sundlaugar.is óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.