Ásgarðslaug í Garðabæ opnar í dag, 19. apríl, eftir miklar endurbætur. Öll yfirborðsefni á baðklefum og sundlaug hafa verið endurnýjuð. Einnig voru byggðir nýjir heitir pottar með nuddstútum, kaldavatnspottur og vað- og setlaug með barnarennibraut.
Settar voru upp nýjar útisturtur og var gufubaðið einnig endurnýjað. Þá var sett upp fullkomið eftirlits – og myndavélakerfi sem eykur öryggi gesta mikið.
Í tilefni opnunarinnar verður ókeypis í sundlaugin til og með 22 apríl.
*ljósmynd með fréttinni er tekinn af vef Garðabæjar, www.gardabaer.is