Opnunartímar um páska 2024

Search
Close this search box.

Salalaug

Sundlaug

Salalaug - Börn að leik

Aðalsundlaugin er 25x15m að stærð og dýptin er frá 100 til 160 sm. Í sundlauginni eru 6 keppnisbrautir afmarkaðar með brautalínum. Oftast eru fjórar þeirra uppi, ætlaðar fyrir skólasund, sundiðkun almennings og sundæfinga. Á almenningstímum eru tvær brautir ætlaðar til leikja og sundiðkunar.

Iðulaugin er ein af aðalsmerkjum Versala laugarinnar. Þar er að finna vatns og loftnuddsstúta fyrir kálfa, mjóbak/mjaðmir og bak/herðar. Í pottinum eru einnig þrír legubekkir með heilnuddi með upphituðu lofti.

Innilaugin er 16,67x10m að stærð. Dýpt hennar er frá 0,75 – 0,90 sm. Hitstig laugarinnar er 33°- 34° og lofthitin í laugarsalnum er um 27°. Laugin er því tilvalin fyrir ungabörn og yngri sundgesti. Í laugarsalnum og í búningsklefum er að finna skiptiborð fyrir ungabörn.

Við líkjum rennibrautinni okkar við fljót. Hún hefur þá sérsstöðu að við efri enda hennar er lítil laug/hylir sem er 34° heitur. Úr hylnum rennur fljótið niður brautina og endar í straumfljóti, sem rennur í kringum eyju sem er í lendingarlauginni. Þannig berst notandinn aftur að tröppum sem lyggja upp úr fljótinu.

Í mannvirkinu er að finna tvo heita potta.
Potturinn sem er næst útgöngudyrunum er um 38°, en heitari potturinn er um 42°.

Í Vatnsorgelinu eru 40 vatnsstútar.
Vatnið sprautast upp um stútana með misjöfnum krafti og því ná bunurnar mishátt upp í loftið.

Afgreiðslutími

Sumaropnun 1. maí til 30. september

  • Mánudaga – föstudaga:  06:30 – 22:00
  • Laugar- og sunnudaga:  08:00 – 20:00

Vetraropnun, 1. október til 30. apríl

  • Virka daga:  06:30 – 22:00
  • Laugar – og sunnudaga:  08:00-18:00

Ath! Reebok Fitness heilsuræktin er opin á sama tíma og sundlaugin.

Myndir

[gallery_bank type="images" format="masonry" title="false" desc="false" responsive="true" display="selected" no_of_images="4" sort_by="random" special_effect="none" animation_effect="none" album_title="false" album_id="1"]

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Punktakort er handhafakort.

2023Stakt gjald10 punkta kort30 punkta kort60 punkta kortÁrskort
Börn, 0 - 17 ára0 kr
Fullorðnir1.130 kr6.460 kr13.250 kr21.430 kr32.310 kr
Aldraðir og öryrkjar0 kr
SundfötHandklæði
Leiga650 kr650 kr

Staðsetning