Seljavallalaug
Vefsíðan okkar
Við erum á Facebook
Seljavallalaug var byggð 1923 og er 25 metra löng. Þar er engin þjónusta til staðar lengur og því enginn aðgangseyrir rukkaður. Laugin er þrifin einu sinni á ári af sjálfboðaliðum. Eftir eldgosið í Eyjafjallajökli fylltist laugin og svæðið af ösku en var svo þrifið seinna, einnig af sjálfboðaliðum.
Til að komast að lauginni er ekið eftir þjóðvegi 1 og beygt inná veg no 242. Bílnum er lagt í bílastæði fyrir Seljavallalaug og þaðan er gengið í rétt tæpan kílómeter að lauginni. Athugið þó að gestir fara ofaní á eigin ábyrgð en þar getur verið sleipt. Einnig, líkt og í öðrum laugum, skulu gestir ganga vel um og taka allt rusl með sér tilbaka.