Opnunartímar um páska 2024

Search
Close this search box.

Vestmannaeyjar

Sundlaug

Sundlaugin í Vestmannaeyjum var vígð þann 10. júlí 1976. Þann 17. nóvember 2008 var svo tekin skóflustunga að nýju útisvæði við sundlaugina. Vorið 2010 fór fram vígsluathöfn á útisvæðinu og þykir svæðið eitt það glæsilegasta á landinu.

Innisundlaugin er 25m x 11m með 0,9% söltu vatni.  Þar er 1 metra stökkbretti, flotleiktæki og ýmis önnur leiktæki.

Á útisvæðinu eru tveir heitir pottar og einn stór nuddpottur. Í nuddpottinum eiga gestir auðvelt með að fylgjast með börnum sínum að leik hvar sem er á svæðinu.  Einnig er stór leiklaug með klifurvegg, körfum, barnarennibraut og svæði fyrir þau yngstu. Rúsínan í pylsuendanum eru tvær rúmlega 20 metra langar rennibrautir en önnur þeirra er að hálfu trambólín sem menn skjótast á áður en þeir lenda í stórri laug. Á útisvæðinu er einnig stór sólpallur.  Allt svæðið er vaktað með 12 öryggismyndavélum.

Um helgar er sundlaugarhiti hækkaður úr 29,5°c í 31,5°c sem fellur vel í kramið hjá fjölskyldufólki og ungabörnum.

Aðgengi hjólastóla að búningsklefum er gott. Búningsklefar eru með sérstök rými fyrir fatlað fólk sem þarf á aðstoð að halda við sundferðir. Þessi rými eru með góðu hjólastólaaðgengi.

Einnig er sérklefi sem er sérstaklega ætlaður til að taka vel á mót transfólki (og börnum) þ.m.t. kynsegin fólk, intersex fólki (og börnum), foreldrum fatlaðra barna og barna sem þurfa sérstaka aðstoð og eru af öðru kyni, fötluðu fólki með aðstoðarmann af öðru kyni, börnum að aðstoða foreldra sem eru af öðru kyni og fólki með heilsufarsvanda svo sem stóma.

Aðgengið á sundlaugarsvæðinu er gott fyrir hjólastóla. Á staðnum er hreyfanleg lyfta fyrir hreyfihamlaða hvort sem það kýs að fara í sundlaugina eða potta.

Afgreiðslutími

Opnunartími

  • Virkir dagar:  06:30 – 21:00
  • Helgar:  09:00 – 18:00

Frídagar árið 2023 (með fyrirvara um breytingar)

Nýársdagur – LOKAÐ
Skírdagur (síðasti fimmtudagur fyrir páska) – 09:00-17:00
Föstudagurinn langi (stórhátíðardagur) – 09:00-17:00
Páskadagur (stórhátíðardagur) – 11:00-16:00
Annar í páskum: 09:00-17:00
Sumardagurinn fyrsti:  09:00-17:00
Alþjóðlegur frídagur verkafólks (1. maí) 09:00-17:00
Uppstigningardagur – 09:00-17:00
Hvítasunnudagur (stórhátíðardagur) 09:00-17:00
Annar í hvítasunnu:  09:00-17:00
Þjóðhátíðardagur Íslendinga (17. júní):  09:00-18:00
Þjóðhátíð (fös-mán) 10:00-17:00
Þorláksmessa:  06:30 – 17:00
Aðfangadagur 08:00-11:00
Jóladagur LOKAÐ
Annar í jólum 11:00-16:00
Gamlársdagur 08:00-11:00

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

* Frítt er í sund fyrir öll börn að 10 ára aldri. Greiðsla miðast við 1. júní árið sem þau verða 10 ára.
** Stakur tími ef leigt er vikulega í amk fjóra mánuði í senn.

  • Börn á aldrinum 0-10 ára fá ekki aðgang að laug nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Öll börn sem verða 10 ára á árinu mega fara án fylgdar frá 1. júní. Viðkomandi má ekki hafa með sér fleiri en tvö börn nema um sé að ræða foreldri eða forsjáraðila (skv. lögum) viðkomandi barna.
  • Börn yngri en 10 ára sem þurfa fylgd með syndum einstaklingum 15 ára eða eldri fá frítt í sund. Þau sem verða 10 ára á árinu fá því frítt til 1. júní.
  • Börn búsett í Vestmannaeyjum fá frítt í sund að 18 ára aldri. Miðað við 1. janúar á því almanaksári sem viðkomandi verður 18 ára.
  • Einstaklingar búsettir í Vestmannaeyjum sem eru 67 ára og eldri og öryrkjar gegn framvísun korts frá TR fá frítt í sund.
2023Stakt gjald30 miðar1/2 árs kortÁrskort
Börn, 0 - 9 ára *0 kr
Börn, 10 - 17 ára200 kr
Fullorðnir1.000 kr10.500 kr17.000 kr20.500 kr
SundfötHandklæði
Leiga800 kr800 kr
40 mín stakurKlst stakur40 mín reglulega **
Leiga á sundlaug7.200 kr10.500 kr5.500 kr

Staðsetning