Ylströndin í Nauthólsvík er manngerð strönd með heitum potti, upphitað sjávarlón og vaðlaug. Ylströndin hefur fest sig í sessi sem paradís í borgarlandinu og á góðum sumardögum flykkjast innlendir sem erlendir gestir á ylströndina.
Aðstaðan er mjög góð en þar er þjónustumiðstöð með búnings – og sturtuaðstöðu. Þar er einnig veitingasala og grillaðstaða. Fyrir framan þjónustumiðstöðina er svo löng setlaug.
Hitastig:
- Setlaug; 38°C
- Heitur pottur í sjávarmálinu: 30 – 39°C
- Sjávarlón innan grjótgarða: 15 – 19°C (eingöngu upphitað á opnunartíma yfir sumarmánuði)
Afgreiðslutími
Opnunartími, 19. ágúst – 14. maí:
- Mánudaga: Lokað
- Þriðjudaga – föstudaga: 11:00 – 19:00
- Laugardaga: 10:00 – 16:00
- Sunnudaga: Lokað
Myndir
Gjaldskrá - Frekari upplýsingar
2024 | Stakt skipti | 10 tíma kort | 20 tíma kort | 6 mán. kort | Árskort |
---|---|---|---|---|---|
Verð | 890 kr | 5.510 kr | 10.040 kr | 11.560 kr | 21.210 kr |
Handklæði | Sundföt | ||||
Leiga | 800 kr | 1.190 kr |