Opnunartímar um páska 2024

Kópavogslaug

Sundlaug

Kópavogslaug hefur verið einn vinsælasti sundstaður landsins síðastliðin ár enda laugin einn stærsti sundstaður landsins.  Árið 2008 var stærsti hluti mannvirkisins endurnýjaður.  Sundlaugarnar eru þrjár auk rennibrautalaugar.  Þær eru 50 m útilaug og 25 m og 10 m innilaugar.  Heitir pottar eru alls sjö á svæðinu og þar af nuddpottur og buslupottur fyrir börnin.

Þrjár rennibrautir, sem njóta mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóðinni, er að finna á útisvæðinu og reyndar eina enn sem er pínulítil og ætluð þeim allra yngstu.  Gott eimbað er á svæðinu, sem mörgum finnst ómissandi.

Heilsuræktarstöð er staðsett í byggingu sundlaugarinnar.

Afgreiðslutími

Sumaropnun 1. maí til 30. september

  • Mánudaga – föstudaga:  06:30 – 22:00
  • Laugar- og sunnudaga:  08:00 – 20:00

Vetraropnun, 1. október til 30. apríl

  • Virka daga:  06:30 – 22:00
  • Laugar – og sunnudaga:  08:00-18:00

Frí vatnsleikfimi þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 09:30 – 10:15. Lögð áhersla á aukið þol, styrk og liðleika. Þjálfari er Helga Guðrún Gunnarsdóttir íþrótta – og heilsufræðingur frá HÍ.

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Punktakort eru handhafakort.

2025Stakt gjald10 miðar30 miðar60 miðarÁrskort
Börn, 0 - 17 ára0 kr
Fullorðnir, 18 - 66 ára 1.190 kr6.800 kr14.000 kr22.600 kr34.100 kr
Eldri borgarar0 kr
SundfötHandklæði
Leiga690 kr690 kr

Staðsetning