Opnunartímar um páska 2024

Search
Close this search box.

Lágafellslaug

Sundlaug

Skólasund er í innilauginni alla virka daga til kl. 18 og þriðju- og miðvikudaga til klukkan 20.

Íþróttasalurinn er opinn alla virka daga frá kl.6:30 til 21:30 og um helgar frá kl. 08:00 til 19:00

Sundlaugarsvæðið í Lágafelli er fjölbreytt og ættu flestir að finna sér eitthvað sem hentar hverju sinni. Svæðið skartar 25 metra sundlaug, sem er glæsileg í alla staði. Fyrir þá sem vilja gera meira en að synda er hægt að velja um 3 mismunandi heita potta.

Tveir þeirra eru hefðbundnir heitir pottar með hitastig á bilinu 40-42 gráður. Sá þriðji er nuddpottur sem gott er að sitja í og slaka á og láta nudda þreytta vöðva. Hann er ekki eins heitur og hinir pottarnir.
Fyrir börnin og líka auðvitað hina fullorðnu er vaðlaug sem er tiltölulega grunn, hlý og hentar fyrir smáfólkið og þá sem vilja liggja útaf og slaka og njóta sólarinnar, sé hún í boði.

Fyrir þá allra hressustu á öllum aldri, eru þrjár rennibrautir á svæðinu, ein opin breið um 12 metra og tvær lokaðar, mislangar, eða frá 33-43 metrum. Farið er upp glerjaðan rennibrautarturn og ferðin endar í lendingarlaug fyrir neðan, sama laug fyrir allar brautir, svo það er best að vera varkár og fylgja reglum!

Á svæðinu er einnig opið eimbað. Klefi á sundlaugarsvæðinu með bekkjum og sturtuaðstöðu.  Þar er einnig infrarauður saunaklefi.
Starfsfólk sundlaugarinnar vill ítreka við forráðamenn barna að fylgjast vel með börnum sínum þegar þau eru á svæðinu.

Innilaugin
Innilaugin er með stillanlegum botni og hentar því vel fyrir kennslu sem hún er óspart notuð í. Hún er einnig opin fyrir almenning meginhluta sumars (fyrir utan kennslutíma ) og seinni part dags, eftir að kennslu lýkur. Innilaugin er 16 metra löng.

Afgreiðslutími

Afgreiðslutími

  • Mánudaga – föstudaga:  06:30 – 22:00
  • Laugar- og sunnudaga:  08:00 – 19:00

 

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Varðandi aðra þætti gjaldskyldu
– Gjaldskylda fellur niður við 67 ára aldur og miðast við afmælisdag, framvísa verður persónuskírteini.
– Öryrkjar eru ekki gjaldskyldir gegn framvísun skírteinis gefið út af Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra í Reykjavík, sem skal endurnýjað árlega.
– Einnig eru þeir ekki gjaldskyldir sem framvísa skírteini Tryggingastofnunar ríkisins “grænu skírteini” vegna varanlegrar örorku, skírteini Blindrafélags “bláu skírteini” og umönnunarkorti „gulu skírteini“ vegna sérstakrar umönnunar barns.

Börn byrja að greiða 1. júní árið sem að þau verða 10 ára.
Börn þurfa að vera orðin 10 ára til að fá að fara í sund ein án fylgdarmanns. ( Miðað er við 1. júní s.k. reglugerð þar um).
Börn og unglingar 10 – 15 ára í grunnskólum Mosfellsbæjar geta í afgreiðslu sundlaugar sótt um endurgjaldslausan aðgan að sundlaugum með áfyllingu á Moskort sem kostar kr. 600. Gildistími korts er til 31. desember en þó ekki lengur en barn er í grunnskóla.

Gildistími áfyllinga á Moskort er 2 ár.

2024Stakt gjald10 miðar30 miðarÁrskort
Börn, 0 - 10 ára0 kr
Börn, 11 - 17 ára190 kr1.600 kr2.600 kr
Fullorðnir1.100 kr5.000 kr38.000 kr
Aldraðir og öryrkjar0 kr
SundfötHandklæðiStór salur
Leiga1.000 kr1.000 kr11.357 kr
Áfyllingakort Mos kort750 kr

Staðsetning