Opnunartímar um páska 2024

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Sundlaug

Í sundlaug Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar er gott aðgengi fyrir fatlaða einstaklinga. Hægt er að fá einkaklefa, sturtustóll er til staðar og lyftur eru í pottinn og sundlaugina. Möguleiki er á að opna hurð að búningsklefa sem eykur pláss og auðveldar aðgengi fyrir hjólastóla.   Að auki er rampur að sundlauginni sem auðveldar einstaklingum í hjólastól aðgengi.

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar við Hrafnagilsskóla var tekinn í notkun í janúar 2007. Sundlaugin sjálf er 10×25 metrar og við hana eru heitur pottur, vaðlaug, stór rennibraut og eimbað. Hitinn í lauginni sjálfri er um það bil 30° og er þessvegna tilvalinn fyrir barnafólk.

Sundlaugin er staðsett við Hrafnagilsskóla sem að er í 10 km sunnan við Akureyri. Við hliðina á sundlauginni er Tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar. Mjög veðursælt.

Tjaldsvæði í nágrenninu

Hrafnagil

Afgreiðslutími

Vetraropnun, frá 24. ágúst

  • Mánudaga – fimmtudaga:  06:30 – 08:00 og 14:00 – 22:00
  • Föstudaga:  06:30 – 08:00 og 14:00 – 19:00
  • Laugar – og sunnudaga:  10:00 -19:00

Sumaropnun

  • Virka daga:  06:30 – 22:00
  • Helgar:  10:00 – 20:00

Jól og áramót

  • Þorláksmessa:  10:00 – 14:00
  • Aðfangadagur:  09:00 – 11:00
  • Jóladagur:  Lokað
  • Annar í jólum:  Lokað
  • Gamlársdagur:  Lokað
  • Nýársdagur:  Lokað

 

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

2025Stakt gjald10 miðar30 miðarÁrskort
Börn, 6 - 17 ára360 kr3.100 kr3.100 kr
Fullorðnir, 18 - 66 ára1.080 kr 5.780 kr14.650 kr35.100 kr
Eldri borgarar, 67 ára +490 kr4.350 kr17.550 kr
Námsmenn17.550 kr
Sturta500 kr
SundfötHandklæðiHandklæði & sundföt
Leiga980 kr980 kr1.610 kr

Staðsetning