Opnunartímar um páska 2024

Search
Close this search box.

Guðlaug

Náttúrulaug

8337736

Vefsíðan okkar

https://www.facebook.com/gudlaug.naturalpool

Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi.

Guðlaug er á þremur hæðum en þriðja hæðin næst áhorfendastúku er útsýnispallur, þar undir á annarri hæð er heit setlaug og sturtur ásamt tækjarými og á fyrstu hæð er grunn vaðlaug.  Á milli hæðanna eru tröppur sem einnig mynda tengingu á mill bakkans og fjörunnar. Guðlaug er skilgreind sem náttúrulaug/afþreyingarlaug sem er opin allt árið um kring. Búningsklefar eru á staðnum og útisturtur. Hitastig laugar er 39°c

Afgreiðslutími

Vetraropnun, 15. okt til 30. apríl

  • Virkir dagar:  16:00 – 20:00
  • Helgar:  10:00- 18:00

Sumaropnun, 1. maí til 14. okt

  • Virkir dagar:  12:00 – 20:00
  • Helgar:  10:00 – 18:00

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Frítt gegn framvísun árskorts í Jaðarsbakkalaug

2024Stakur miði
17 ára og yngriFrítt
18 ára og eldri2.500 kr
Öryrkjar og eldri borgarar1.250 kr

Staðsetning