Ásvallalaug
- Ásvöllum 2, 221 Hafnarfirði
Sundlaug
Ásvallalaug var vígð 6. september 2008 í Vallarhverfi í Hafnarfirði. Sundmiðstöðin er ein sú stærsta á landinu eða um 6.000 m². Þar er einnig Reebok með heilsurækt í 600 m² rými, Ásmegin sjúkraþjálfun svo og félagsaðstaða Sundfélags Hafnarfjarðar og Íþróttafélagsins Fjarðar en þessi félög eru með mjög umfangsmikla starfssemi í lauginni.
Sundmiðstöðin skartar 50 metra sundlaug sem að jafnaði er skipt með brú þannig að helmingur laugarinnar er 25m að lengd og hinn helmingurinn er 50 m. Við 50 m laugina er lyfta fyrir fólk í hjólastólum til að komast ofan í hana. Í sundlauginni er jafnframt 17 metra barnalaug (90-110cm djúp) og 10 metra vaðlaug fyrir yngstu kynslóðina með tilheyrandi leikföngum. Hitastig barnalauganna er um 32°C á meðan hitastig sundlaugar er 28°C. Hitastig inni í salnum er ávallt um 30°. Innanhúss eru einnig vinsæl vatnsrennibraut, þrír heitir pottar og eimbað. Utandyra eru tveir heitir pottar og mjög góð sólbaðsaðstaða. .
Starfsemin í Ásvallalaug er með fjölbreyttasta móti en þar má nefna auk hefðbundins skólasunds og sundæfinga félaganna, waterpolo, blak, æfingar köfunarfélaga, námskeið í bættum sundstíl, vatnsleikfimi ofl.
Afgreiðslutími
Afgreiðslutími
- Mánudaga – fimmtudaga: 06:30 – 22:00
- Föstudaga: 06:30 – 20:00
- Laugardaga: 08:00 – 18:00
- Sunnudaga: 08:00 – 17:00
Myndir
Gjaldskrá - Frekari upplýsingar
2025 | Stakt gjald | 10 miðar | 30 miðar | 6 mán kort | Árskort |
---|---|---|---|---|---|
Börn, 0 - 17 ára | 0 kr | ||||
Fullorðnir | 1.200 kr | 5.000 kr | 13.500 kr | 19.700 kr | 35.000 kr |
Aldraðir og öryrkjar | 0 | ||||
Sundföt | Handklæði | Sundf. & handkl. | |||
Leiga | 900 kr | 900 kr | 1.400 kr |