Opnunartímar um páska 2024

Sundhöll Selfoss

Sundhöll Selfoss er staðsett í miðbæjarkjarna Selfoss í göngufæri frá helstu verslun og þjónustu. Við sundlaugina er næg bílastæði allt í kring fyrir gesti. Í Sundhöll Selfoss er barna- og 18 metra innilaug, 25 metra útilaug, barnalaug með þremur rennibrautum, vaðlaug, vatnsgufa, sauna og heitir og kaldir pottar. Fjórir búningsklefar eru við sundhöllina, tveir inniklefar og tveir útiklefar, sér búningsaðstaða er fyrir fatlaða í inni- og útiklefum. Ný viðbygging var opnuð sumarið 2015 sem gjörbylti allri aðstöðu við Sundhöllina en bætt var við barnalaug inni, nýrri afgreiðslu og stærri búningsklefum.

Í sundhöll Selfoss er gott aðgengi fyrir fatlaða og sérklefi sem hentar fyrir fólk í hjólastól.

Heilsuræktarstöðin World Class hefur aðstöðu á efri hæð Sundhallarinnar en sameiginleg afgreiðsla er fyrir hana og sundlaugina. Sundhöll Selfoss er ein af stærstu sundlaugum á Suðurlandi en árlega koma um 200 þúsund gestir í laugina.

Tjaldsvæði í nágrenninu

Gesthús  – Selfossi

Afgreiðslutími

Opnunartími

  • Mánudaga – fimmtudaga:  06:30 – 21:00
  • Föstudaga:  06:30 – 19:00
  • Laugar- og sunnudaga:  09:00 – 18:00

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

*Börn búsett í Árborg fá gefins árskort.

 

2024Stakt gjald10 miðar30 miðarÁrskort
Börn, yngri en 10 ára0 kr
Börn, 10-17 ára*350 kr1.500 kr4.000 kr
Fullorðnir1.700 kr5.950 kr11.950 kr39.000 kr
Aldraðir450 kr2.500 kr6.000 kr8.000 kr
Öryrkjar0 kr
SundfötHandklæði
Leiga1.050 kr1.050 kr
Sundföt, handklæði og sund2.450 kr

Staðsetning