Opnunartímar um páska 2024

Lýsulaugar

Náttúrulaug

Lýsulaugar eru staðsettar við Grunnskólann á Lýsuhóli í Staðarsveit. Vatnið í lauginni er náttúrulegt, heitt ölkelduvatn beint úr jörðu og sveiflast laugin frá því að vera 24 – 35 °C. Vatnið er mjög steinefnaríkt, m.a. mælist hátt magn af magnesíum og kalsíum í því. Grænn þörungur er í lauginni, „chlorella“ sem talinn er afar hollur og græðandi. Engum efnum, svo sem klór, er blandað í vatnið.

Heilsuperlan Lýsulaugar

Þessi sjarmerandi heilsuperla er staðsett á sunnanverðu Snæfellsnesi og saman stendur af tveimur heitum pottum og sundlaug.

Afgreiðslutími

Laugin er með fastan opnunartíma yfir sumarið.

  • Alla daga:  11:00 – 21:00

Vetraropnun

Yfir vetrartímann er sundlaugin nýtt fyrir skólasund í Lýsuhólsskóla. Þegar veður leyfir er sundlaug opin um helgar og er það auglýst sérstaklega á Facebook síðunni.

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Verðskrá 2024Verð10 skipti30 skipti
Börn, 0 - 9 áraFrítt
Börn, 10 - 17 ára500 kr2.000 kr4.800 kr
Fullorðnir1.600 kr5.750 kr13.800 kr
Leiga á handklæðum500 kr
Leiga á sundfötum500 kr
Sturta1.000 kr

Staðsetning