Íþróttamiðstöðin Borgarnesi

Þorsteinsgötu 1, Borgarnesi

Afgreiðslutími

Opnunartími

  • Mánudaga – föstudaga:  06:00- 22:00
  • Laugar- og sunnudaga:  09:00 – 18:00

1. maí Verkalýðsdagurinn lokað
10. maí uppstigningadur opið frá kl 9-18
20. maí hvítasunnudag opið frá 9-18
21. maí annar í hvítasunnu opið frá 9-18
17. júní Lýðveldisdagurinn opið frá 10-13

Gjaldskrá - Verð

2019Stakt gjald
Börn310 kr
Fullorðnir920 kr
Aldraðir og öryrkjar310 kr

Myndir

Um sundlaugina

Sundaðstaða: 25 x 12,5 m útisundlaug, 3 vatnsrennibrautir, barnavaðlaug, 2 heitir pottar, annar með sérstöku kraftnuddi, iðulaug með frábæru nuddi, 12,5 x 8 m innilaug, eimbað beint úr Deildartunguhver, sánabað og góð sólbaðsaðstaða.

Líkamsrækt: Þreksalur til líkamsræktar. Þolfimisalur, íþróttasalur, Egoline ljósabekkur. Panta þarf sérstaklega tíma í sánabaðsklefa tímanlega fyrir hópa.

Aðstaða fyrir fatlaða: Sérstakir búningsklefar eru fyrir fatlaða eða þá sem vilja vera með sér búningsaðstöðu og lyfta er á milli allra hæða.

Almenningsíþróttir: Sérstök tilboð standa almenningi til boða í íþróttamiðstöðinni. Tímatafla Íþróttamiðstöðvarinnar þar sem fram koma æfingatímar einstakra deilda er hér til skoðunar. Nánari upplýsingar gefa formenn viðkomandi deilda og félaga.

Starfsmenn: 9 stöðugildi eru við íþróttamiðstöðina. Auk þess er íþróttafræðingur í fullu starfi sem sinnir ókeypis tilsögn í þreksal fyrir gesti okkar og sér auk um að leiðbeina í vatnsleikfimi og ungbarnasundi. Hægt er að fá einkaþjálfara í þreksalnum óski menn þess sérstaklega geng gjaldi. Um 160.000 gestir koma í íþróttamannvirkið árlega.

Tjaldsvæði í nágrenninu

Borgarnes