Nú eru að hefjast miklar endurbætur á sundlaug Sauðárkróks. Stendur til að endurgera núverandi húsnæði að utan og innan ásamt því að breyta skipulaginu innanhúss.
Verkinu er skipt í tvo áfanga og í fyrri áfanga verður tekinn fyrir austurhluti sundlaugarhúss, 1. og 2. hæð. Í öðrum áfanga verður tekinn fyrir vesturhluti hússins sem er núna kvenna – og karlaklerfar.
Óhjákvæmilegt er að svona framkvæmd raski starfsemi sundlaugarinnar og þarf því að loka sundlauginni á hluta verktímans en lokunum veðrur haldið í lágmarki. Leitast verður við að tilkynna um lokanir með góðum fyrirvari svo gestir laugarinnar geti gert aðrar ráðstafanir. Þá má minna á það að í Varmahlíð og á Hofsósi eru fyrirtaks sundlaugar einnig.
Fyrsta lokun verður mánudaginn 8. janúar nk og mun hún standa yfir í ca 2 vikur.
[gallery_bank type=“images“ format=“masonry“ title=“true“ desc=“false“ responsive=“true“ display=“all“ sort_by=“random“ animation_effect=“bounce“ album_title=“false“ album_id=“47″]