Landmannalaugar
Náttúrulaug
Vefsíðan okkar
Landmannalaugar eru staðsettar á hálendi Íslands, að fjallabaki. Laugarnar er í kvos við háa og dökka brún Laugahrauns. Undan hrauninu spretta svo margar lindir, bæði heitar og kaldar. Þessar lindir sameinast svo í Laugalæknum þar sem að fólk baðar sig gjarnan í vatninu. Bakkarnir eru vel grónir og því nauðsynlegt að ganga vel um svæðið. Bannað er að nota sápu í læknum.
Afgreiðslutími
Laugin er opin allt árið en fer eftir færð og veðri hvort fært sé þangað.
Myndir
Gjaldskrá - Frekari upplýsingar
Frítt er í laugina