Opnunartímar um páska 2024

Search
Close this search box.

Ólafsvík

Sundlaug

Sundlaug Snæfellsbæjar stendur við Ennisbraut, við hlið grunnskólans, og er samföst íþróttasvæðinu við Engihlíð.

Börnum yngri en tíu ára er óheimilt að fara í sund nema í fylgd með syndum einstaklingi sem er fimmtán ára eða eldri. Ábyrgðarmaður tekur fulla ábyrgð á barni og fylgir því alltaf hvort sem er í lauginni eða í pottunum.

Afsláttarkort gilda hvort tveggja í sundlaugina í Ólafsvík og Lýsulaugar.

Sundlaugin er opin allt árið um kring. Yfir vetrartímann er sundlaug þó lokuð á vissum tímum dags þegar skólasundið er í gangi. Sjá nánar á heimasíðu Snæfellsbæjar, www.snb.is

Innisundlaug er lokuð almenningi þegar skólasund og sundæfingar standa yfir. Útisvæði er alltaf opið almenningi.
Hægt er að fara í heita potta úti og vaðlaug þótt sundkennsla standi yfir.

Tjaldsvæði í nágrenninu

Ólafsvík
Hellissandur

Afgreiðslutími

  • Mánudaga – föstudaga:  07:30 – 21:00
  • Laugar- og sunnudaga:  10:00 – 17:00

Hætt er að hleypa ofan í 30 mínútum fyrir lokun.

 

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

2022Stakt gjald10 miðar30 miðarÁrskort
Börn, 0 - 9 ára0 kr
Börn, 10 - 17 ára300 kr1.500 kr3.600 kr10.000 kr
Fullorðnir1.000 kr5.000 kr12.000 kr35.000 kr
Aldraðir og öryrkjar500 kr
Sturta900 kr
Sjampó, hárnæring500 kr
SundfötHandklæði
Leiga500 kr500 kr

Staðsetning