Opnunartímar um páska 2024

Search
Close this search box.

Sundhöll Hafnarfjarðar

Sundlaug

Sundhöll Hafnarfjarðar var fyrsta sundlaugin í Hafnarfirði.   Í fyrstu var aðeins um útilaug að ræða við Krosseyrarmalir og var hún  tekin í notkun árið 1943.  Það var síðan árið 1953 sem Sundhöll Hafnarfjarðar var tekin í notkun eftir að byggt hafði verið yfir útilaugina.

Sundhöllin státar af innilaug sem  er 25 metrar að lengd og 8.7 metrar í breidd og í dýpri enda laugarinnar er hún 3,2m djúp.   Tveir rúmgóðir heitir pottar eru í afgirtum garði við bygginguna og er annar þeirra með öflugu nuddtæki.  Í garðinum er einnig kaldur pottur.  Í sundlauginni eru sérstakir saunaklefar fyrir bæði karla og konur.

Sundhöllin er þekkt fyrir sitt rólega andrúsmloft.  Laugin er mikið notuð af eldri borgurum og íbúum í nágreinni laugarinnar, jafnframt sem Sundfélag Hafnarfjarðar er með hluta af sínum æfingatímum í lauginni og nemendur í Víðistaðaskóla og Engidalsskóla sækja þangað í skólasund.

Afgreiðslutími

Afgreiðslutími

  • Mánudaga – föstudaga:  06:30 – 21:00
  • Laugardagar:  08:00 – 18:00*
  • Sunnudagar:  08:00 – 20:00*

 

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

2024Stakt gjald10 miðar30 miðar6 mán kortÁrskort
Börn, 0 - 17 ára0 kr
Fullorðnir1.200 kr5.200 kr14.000 kr20.200 kr35.700 kr
Aldraðir og öryrkjar0 kr
SundfötHandklæðiSundf. & handkl.
Leiga850 kr850 kr1.380 kr

Staðsetning