Laugardalslaug
- v/ Sundlaugarveg, 105 Reykjavík
Sundlaug
- Laug 1: 50m x 22m, 8 brautir, 1m- 1,74m dýpi, útilaug, upphituð laug, 28°C (82°F).
- Laug 2: 50m x 25m, 10 brautir, innilaug, „þægilegt hitastig til æfinga“.
- Laug 3: 25m, 4 brautir, -1m djúp barnalaug, innilaug, „heitari en aðrar laugar“.
Við hlið 50m útilaugarinnar er 30m löng frjáls laug og ef rólegt er í lauginni er hægt að nota hana til æfinga. Hún er heitari en 50m laugin. Hægt er að slaka á heitum pottum í ýmsum hitastigum eftir góða æfingu.
Á staðnum eru heitir pottar, nuddpottur, eimbað og 86m vatnsrennibraut fyrir unga jafnt sem aldna. Einnig er hægt að fá nudd (www.lauganudd.is). Þessi sundlaug er staðsett í Laugardal, miðstöð íþrótta- og tómstundaiðkunar í Reykjavík. Umhverfis sundlaugina eru góðar brautir til göngu og hlaupa. Á veturna eru brautir fyrir gönguskíði. Stutt frá lauginni er Grasagarðurinn. Þar er að finna hinar ýmsu plöntur og blóm og njóta þess að vera í sérstaklega afslappandi umhverfi. Einnig er Húsdýragarðurinn í grenndinni og hann ætti enginn sem heimsækir Reykjavík að láta fram hjá sér fara. Þar er að finna íslensk gæludýr og villt dýr.
Í lauginni er lyfta fyrir fólk í hjólastólum til að komast ofan í laugina. Þar er einnig hjólastólaaðgengi að heitum potti og sauna.
Í Laugardalslaug er kaffitería þar sem hægt er að fá heita og kalda drykki, kökur og samlokur.
Afgreiðslutími
Afgreiðslutími
- Mánudaga – Föstudaga: 06:30 – 22:00
- Helgar: 08:00 – 21:00
Sundleikfimi er í boði:
- Mánudaga: 08:45
- Þriðjudaga: 09:30
- Miðvikudaga: 08:45
- Fimmtudaga: 09:30
Myndir
Gjaldskrá - Frekari upplýsingar
* Miðað er við 1. ágúst afmælisárið.
** Hver áfylling tíu- og tuttugumiða korta gildir í 48 mánuði.
2025 | Stakt gjald | 10 miðar | 20 miðar | 6 mán. kort | Árskort |
---|---|---|---|---|---|
Börn, 0 - 15 ára | 0 kr | ||||
Ungmenni, 16 - 17 ára | 210 kr * | 1.400 kr ** | 8.830 kr | 14.200 kr | |
Fullorðnir | 1.380 kr | 6.300 kr ** | 11.500 kr ** | 25.200 kr | 46.400 kr |
67 ára og eldri og öryrkjar | 0 kr | 4.000 kr | |||
Sundföt | Handklæði | ||||
Leiga | 1.230 kr | 830 kr | |||
Sund, handklæði og sundföt | 2.600 kr | ||||
Fyrir ungmenni | |||||
Útg. á rafr handhafakorti | 975 kr | 585 kr | |||
Brautarleiga v. kennslu | 7.600 kr |