Opnunartímar um páska 2024

Álftaneslaug

Sundlaug

Útisundlaug 25×12 metrar
Innisundlaug 12×7 metrar.
Heitir pottar 2.
Buslulaug 1.
Gufubað.
Saunabað.
Vatnsrennibraut 85m löng, 10m há.
Öldulaug NÝTT Á ÍSLANDI.
Inni og útibúningsklefar.
Sólbaðsaðstaða.
Góð aðstaða fyrir fatlaða.

Álftaneslaug býður viðskiptavinum sínum upp á bjart, hlýlegt og afslappað umhverfi en á sama tíma finna þeir sem sækja í leik og fjör þörfum sínum fullnægt.

Sundlaugar, heitir pottar og gufuböð
Innanhússlaugin er tólf sinnum átta metrar í opnu rými með útsýni yfir útisundlaugasvæðið. Þar er aðstaða fyrir foreldra með ung börn hvort sem er fyrir leik eða fyrstu sundtökin. 25 metra útilaug, 2 heitir pottar, buslulaug og gufuböð mynda svo útisvæði í fallegu umhverfi Álftaness.

Eina öldulaug landins og stærsta vatnsrennibrautin
Í sundlaugargarðinum er eina öldulaug landsins og sér börnum og fullorðnum fyrir skemmtilegum möguleikum í leik og fjöri. Þar er líka 10 metra há og 80 metra löng vatnsrennibraut.

GYM – Heilsa, fjölskyldu-heilsurækt
GYM – heilsa heilsuræktin er rekin í sundlauginni Álftanesi.
Gönguleiðir, golf og útivera
Á Álftanesi finna allir gönguleiðir við sitt hæfi. Álftanes er m.a. þekkt fyrir mikið og fjölbreytt fuglalíf. Álftanesið er viðkomustaður farfugla og verðmætt varpland og þar gefst einstakt tækifæri til að fylgjast með komu farfugla að vori, varpi á sumrin, undirbúningi að langflugi á haustin og margvíslegum fjöru- og sjófuglum á vetrum. Leirur og aðrar fjörur á nesinu eru áhugaverðar og aðgengilegar á öllum tímum árs. Göngutúr í nágrenni við Bessastaði, sem tugþúsundir gesta heimsækj á hverju ári, er eftirminnilegur og hringur á golfvellinum er einnig frábær leið til útiveru. Að loknum göngutúr er svo fátt eins ljúft og sundsprettur eða afslöppun í heitum potti eða gufubaði í þægilegu umhverfi Álftaneslaugar.
Samflot
Í vetur verður boðið uppá samflot einu sinni í viku. Hér má sjá dagsetningar samflots.

Afgreiðslutími

Sumaropnun 1. maí til 30. september

  • Mánudaga – föstudaga:  06:30 – 22:00
  • Laugar- og sunnudaga:  09:00 – 18:00

Vetraropnun, 1. október til 30. apríl

  • Virka daga:  06:30 – 21:00
  • Laugar – og sunnudaga:  09:00-18:00

Opnunartími Gym – heilsu

  • Virka daga:  06:30 – 21:00
  • Helgar:  10:00 – 18:00

Myndir

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Varðandi aðra þætti gjaldskyldu:

  • Börn 0-18 ára eru ekki gjaldskyld, miðað er við daginn sem þau verða 18 ára
  • Gjaldskylda fellur niður við 67 ára aldur miðað við afmælisdag, framvísa verður persónuskilríkjum og kaupa rafrænt Garðakort.
  • Öryrkjar eru ekki gjaldskyldir gegn framvísun skírteinis frá Sjálfsbjörgu, félagi fatlaðra í Reykjavík, sem skal endurnýjað árlega.
  • Skírteini TR, grænt vegna varanlegrar örorku, gult vegna tímabundinnar örorku og blátt skírteini Blindrafélagsins, gefa einnig gjaldfrjálsan aðgang.
  • Allir sem eru með gjaldfrían aðgang verða að vera með Garðakortið til að hlaða inn aðgangsheimild. Þannig getur hver og einn afgreitt sig sjálfur.

Annað:
Hætt er að selja aðgang hálfri klukkustund fyrir lokun. Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.  Frá 1. júní ár hvert geta börn sem verða 10 ára á árinu farið í sund án fylgdarmanns (eftir 4. bekk) enda séu þau orðin synd.

GYM – Heilsa

*Innan 30 daga frá því það fellur úr gildi

Öll kortin gilda í heilsurækt og sund í Álftaneslaug. Hægt er að nota aðrar GYM heilsu stöðvar utan Garðabæjar gegn greiðslu aðgangseyris í sund á viðkomandi stað.

Allir meðlimir geta hringt og pantað sér ókeypis tíma með þjálfara. Í tímanum er kennt á tækin og sérsniðin æfingaáætlun útbúin.

2025Stakt gjald10 miðar30 miðar6 mánaða kortÁrskort
Börn, 0 - 17 ára0 kr
Fullorðnir1.200 kr5.800 kr11.900 kr26.500 kr47.100 kr
67 ára og eldri0 kr
SundfötHandklæði
Leiga750 kr750 kr
CTS-kort "Garðakortið"1.200 kr

Staðsetning