Opening hours during the Easter 2024

Snorralaug

Hot Spring

Má baða sig? Nei.
Þarf að borga? Nei.
Er hætta á að fólk geti brennt sig? Nei

Auka upplýsingar
Fyrst er getið um laug í Reykholti í Landnámu og í Sturlungu kemur hún við sögu á dögum Snorra Sturlusonar (1178-1241) og síðar. Elsta þekkta lýsing á Snorralaug er í riti Páls lögmanns Vídalín Um fornyrði Jónsbókar frá um 1724. Laugin er meðal þeirra fornleifa sem fyrstar voru friðlýstar á Íslandi, árið 1817.

Snorralaug er tæplega fjórir metrar í þvermál og 0,70 – 1,0 m djúp. Botninn er ójafn og af þeim sökum er laugin misdjúp. Ofan í hana liggja nokkur þrep og lágt set er meðfarm laugarveggjunum. Hún er grafin niður í þétta móhellu sem heldur vel vatni og hlaðin úr tilhöggnu hveragrjóti, sem fengið er í nágrenninu. Vatni er veitt í laugina í lokuðum stokk úr hvernum Skriflu. Vakin er athygli á því að vatnið í lauginni getur verið afar heitt og því varasamt. Yfir aðrennslisbarminum má sjá stein með fangmarkinu V.Th. 1858. Er það fangamark Sr. Vernharðs Þorkelssonar sem lét gera við Snorralaug það ár.

Frá lauginni liggja forn göng sem talin eru hafa tengt laugina og bæinn. Göngin komu í ljós þegar grafið var fyrir skólahúsi árið 1930. Fremsta hluta ganganna vantar en þau eru talin hafa verið grafinn burt við framkvæmdir fyrri alda. Húsið yfir göngin er einungis reist til að skýla þeim og byggir ekki á tilgátu um hvernig inngangurinn og göngin voru forðum. Laugin og umhverfi hennar hafa verið endurbætt nokkrum sinnum. Síðast af Fornleifavernd ríkisins með tilstyrk Menntamálaráðuneytis árið 2004.

Texti af skilti Fornleifaverndar ríkisins
www.fornleifavernd.is

Opening hours

Photos

Gjaldskrá - Frekari upplýsingar

Location